Ævi Hreyfanleiki

 

Sterkur líkami þarfnast meira en sterkra vöðva. Góður hreyfanleiki, ásamt styrk og fullri stjórnun yfir allt svið hreyfingarinnar, þýðir að líkaminn þolir meiri álag auk þess sem það dregur úr líkindunum á meiðslum.

 

Ævi Hreyfanleiki er þjálfunarkerfi sem þú getur gert hvar sem er, hvort sem er heima, upp í bústaðnum eða í ræktinni. Þú þarfnast nánast engra tækja eða tóla. Markmiðið er að auka hreyfanleika, ásamt því að fá betri stjórnun og styrk. Og að sjálfsögðu að búa til heilbrigða liði fyrir heilbrigðan líkama.

 

Hreyfanleiki = liðleiki + styrkur. Þjálfun á hreyfanleika er að mestu leiti styrktarþjálfun og fylgir sömu meginreglum og við þekkjum þaðan. Tilgangurinn er að styrkja líkamann þar sem hann er oftast aumastur, sem gerir hann tilbúin fyrir fleiri áskoranir og meira álag auk þess sem líkur á meiðslum minnka.
N
Fyrir hvern er þetta?

Ævi Hreyfanleiki er fyrir alla sem vilja meiri liðleika og meiri stjórn yfir honum, og alla þá sem vilja líkama sem þolir aðeins meira. Hvort sem þú ert bara venjuleg manneskja eða íþróttaiðkandi, þá trúi ég að aðeins sterkari liðir í líkamanum leiði til betri líkama og aukinna lífsgæða.

N
Hvað þarf ég til að geta gert æfingarnar?

Lang flestar æfingarnar geturðu gert án nokkura tækja eða tóla, en það er ágætt að eiga jógakubba, tennisbolta og mottu á gólfið. Fyrir utan það, þá þarf vilja og áhuga til að læra nýjar æfingar, og tíma til að framkvæma þær.

N
Hvar sé ég æfingarnar?

Allar æfingarnar eru settar inn í lokaðan hóp á Facebook. Þú færð boð um að gerast meðlimur í hópinn þegar þú ert skráð(ur).

N
Hversu margar æfingar fæ ég?

Ný æfing er birt aðra hverja viku og er aðgengileg í 4 vikur í senn. Það þýðir að þú hefur aðgang að tveimur æfingum á hverjum tíma sem þú getur lært og náð tökum á.

N
Hvernig borga ég?

Þú skráir þig og borgar hérna á þessari síðu. Eftir fyrstu greiðslu verður kortið þitt skuldfært mánaðarlega þangað til þú ákveður að hætta.

N
Fæ ég eitthvað meira?

Þú færð aðgang að mér sem einkaþjálfara í gegnum lokaða Facebook hópinn. Þar geturðu spurt spurninga um æfingarnar og aðra heilsutengda hluti. Innan hópsins vona ég svo að myndist hópur sem styður og hvetur okkur öll áfram.