Hafðu yfirsýn yfir hreystið

Að hafa yfirlitt heldur þér við efnið.

Við útbúum besta planið fyrir þinn lífstíl og markmið, höldum þér ábyrgum fyrir þínum árangri og hvetjum þig áfram til að ná þeim markmiðum sem þú setur þér.

Þjálfun byggð á rannsóknum og hreyfingu

Þjálfun hjá okkur er byggð á því sem rannsóknir sýna að virki. Það eru engar sirkus æfingar og galdratöflur, bara vel úthugsuð áætlun sem þú fylgir.

Við sníðum áætlun sem byggist á þínum lífsstíl, og neyðum þig ekki til að fylgja einhverju sem passar þér ekki eða þínu lífi.

Venjur og aðferðir

Við setjum saman áætlun í kringum þínar venjur. Reglusamur dagur er fljótasta leiðin til að ná árangri.

Æfingar

Styrktarþjálfun er undirstaða æfingarplansins. Aukinn styrkur er tengdur við betri heilsu og því hraðar nærð þú þeim árangri sem þú óskast eftir.

Mataræði

Að borða gæða mat er mikilvægt til að ná góðum árangri og aukinni heilsu. Við rýnum í tímasetningar á máltíðunum og samansetningu næringarefnanna.

Elís Mar Einarsson

Elís Mar Einarsson

Certified Personal Trainer and Movement Specialist

“Stærsta markmiðið mitt er að geta hreyft mig og lifað lífinu þegar ég er 80 ára. Til að geta það, þá þarf ég að vera bæði sterkur og hafa aðgang að öllum þeim hreyfingum sem mannslíkaminn getur gert, og halda í þær eins lengi og ég lifi.”

Netþjálfun

Netþjálfun

Fáðu hjáp með þjálfun og mataræði hvar sem þú ert staddur í heiminum.

Einkaþjálfari í buxnavasanum. Þú færð fulla athygli þegar þú þarft, og sérsniðið plan til að ná þínum markmiðum – hver sem þau eru.

Einkaþjálfun

Einkaþjálfun

Þjáfun einn á einn gefur bestu mögulegu aðstæður til þess að læra.

Þjálfun snýst ekki bara um að lyfta eins miklu og mögulega. Hvernig þú lyftir og hvernig þú hreyfir þig getur haft áhrif á hvort þú stundir hreyfingu æfilangt eða að þetta sé enn eitt stutt tímabil, áður enn þú leggst í sófann aftur.

Logo

Netþjálfun fyrir alla þá sem vilja leggja sig fram, og læra hvernig maður nær þeim markmiðum sem maður óskar sér.

Fylgist með